banner
   þri 18. júlí 2017 20:42
Dagur Lárusson
EM kvenna: Svekkjandi tap í fyrsta leik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frakkland 1-0 Ísland
1-0 Eugenie Le Sommer (86´)

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Íslenska kvennalandsliðið hóf leik á EM í kvöld er liðið spilaði við stórlið Frakklands en leikurinn hófst kl 18:45.

Fyrri hálfleikurinn einkenndist af varnarleik hjá Íslendingum og sóknarleik hjá Frökkum en hvorugu liðinu tókst þó að skapa sér neitt alvöru færi en íslenska liðið varðist mjög vel.

Það var þó umdeilt atvik sem að átti sér stað undir lok fyrri hálfleiksins þar sem að Fanndís Friðriksdóttir fékk boltann á vinstri kanntinum og fór inná teig þar sem hún datt eftir að franskur varnarmaður virtist bregða fyrir henni fæti en ekkert var dæmt. Stuðningsmenn Íslands vildu allir fá víti og miðað við endursýningar gerði dómarinn líklega mistök og staðan var því 0-0 í hálfleik.

Í seinni hálfleiknum voru það ennþá Frakkarnir sem voru með völdin á vellinu, en þó án þess að skapa sér almennileg færi. Íslensku stelpurnar voru þó hættulegar í skyndisóknunum og var Fanndís Friðriks virkilega öflugt á hægri kanntinum.

Eftir því sem leið á leikinn fóru íslensku stelpurnar að þreytast en þær héldu þó áfram að verjast eins og hetjur. Á 85. mínútu dró til tíðindi þegar Elín Metta braut af sér inní teig og dæmdi dómari leiksins vítaspyrnu. Á punktinn steig Eugenie Le Sommer og skoraði af öryggi og kom sínu yfir.

Íslensku stelpurnar reyndu hvað þær gátu að jafna leikinn eftir þetta en inn vildi boltinn ekki og því þurftu þær að sætta sig við tap í fyrsta leik eftir frábæra frammistöðu.

Næsti leikur íslenska liðsins er á laugardaginn kl 16:00 gegn Sviss.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner