Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   þri 18. júlí 2017 22:09
Arnar Daði Arnarsson
EM í Hollandi
Freysi: Hún er ekki skúrkurinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við getum gert það svo sannarlega. Núna er ég að berjast við það að halda einbeitingu við að halda mér á þeim hlutum. Eins og við öll, öll íslenska þjóðin er ansi svekkt með þessa stóru ákvörðun sem réði úrslitum í dag," sagði Freyr Alexandersson þjálfari íslenska kvennalandsliðsins eftir 1-0 tap gegn Frakklandi í fyrsta leik liðsins á EM í Hollandi.

Lestu um leikinn: Frakkland 1 -  0 Ísland

Það var vítaspyrna sem Frakkarnir fengu rúmum fimm mínútum fyrir leikslok sem réði úrslitum í leiknum. Vítaspyrnudómur sem Íslendingar eru allt annað en sáttir með.

„Við fengum þau tækifæri sem við vorum búin að tala um og við fengum þrjá risastóra sénsa sem við eigum að klára. Við eigum að fá vítaspyrnu ef þetta var víti hjá þeim í seinni hálfleik. Liðið var hrikalega flott í dag og skipulagið var gott. Leikmennirnir voru hugrakkir og spennustigið var gott. Ég er stoltur en samt svekktur."

Freyr segir að stemningin inn í klefanum hafi verið bland í poka.

„Þær eru þreyttar, svekktar, sárar en samt stoltar. Það er blanda af tilfinningum akkúrat núna og við verðum að leyfa þeim að flakka næstu tímana en síðan verðum við að ná fókus. Það er það sem gildir núna."

En hvað vill Freyr segja um vítaspyrnudóminn?

„Ég get alveg sagt þér það, að ef það er hægt að dæma víti á þetta þá þarftu að dæma 20 vítaspyrnur í leik. Ég vil helst ekki segja meira um þetta. Þetta er rosalega stór ákvörun. Við viljum ekki að dómarar séu að ráða úrslitum í leikjum eða taka stórar ákvarðanir sem þessar. Þetta kom mér gríðarlega á óvart að hún skyldi leyfa sér að flauta á vítaspyrnu á þetta," sagði Freyr sem vill ekki meina að hægt sé að skrifa þetta á Elínu Mettu sem braut af sér, ný komin inná sem varamaður.

„Hún er ekki skúrkurinn. Það kemur ekki til greina. Ég skal frekar vera skúrkurinn. Þetta er bara bull. Það er dómarinn sem dæmir þetta víti. það er aldrei dæmt víti á þetta. Það er ekki hægt, þetta er rugl og ekkert annað. Elín Metta ber enga ábyrgð á þessu."

Viðtalið í heild sinni má sjá í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner