Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   þri 18. júlí 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gouffran frá Newcastle til Goztepe SK (Staðfest)
Gouffran er farinn frá Newcastle.
Gouffran er farinn frá Newcastle.
Mynd: Getty Images
Franski kantmaðurinn Yoan Gouffran hefur samið við tyrkneska liðið Goztepe SK fyrir næsta tímabil.

Samningur hans hjá Newcastle rann út og hann mátti því sölsa um.

Gouffran, sem er 31 árs gamall, lék 140 leiki með Newcastle og skoraði 19 mörk eftir að hafa komið frá Bordeaux árið 2013.

Hann skoraði fimm mörk í 30 leikjum í Championship-deildinni á síðasta tímabili, en Newcastle vann sér þáttökurétt í ensku úrvalsdeildinni á komandi tímabili með því að vinna Championship.

Nýja liðið hans Gouffran er að fara að spila í tyrknesku úrvalsdeildinni í fyrsta sinn frá árinu 2003.
Athugasemdir
banner
banner
banner