Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 18. júlí 2017 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Huth missir af byrjun tímabilsins
Huth fór í aðgerð á ökkla.
Huth fór í aðgerð á ökkla.
Mynd: Getty Images
Robert Huth, varnarmaður Leicester City, verður frá í sex til átta vikur eftir að hafa farið undir hnífinn. Hann fór í aðgerð á ökkla.

Huth, sem er 32 ára gamall, fór ekki með liðsfélögunum sínum til Hong Kong í æfingaferð.

Hann er byrjaður í endurhæfingu.

„Hann fór í aðgerð og sem betur fer gekk hún vel," sagði Craig Shakespeare, stjóri Leicester City.

„Við héldum að þetta væri miklu verra."

Leicester byrjar ensku úrvalsdeildina 11. ágúst með leik gegn Arsenal, en liðið mætir Brighton og Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner