Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 18. júlí 2017 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inter býst við Perisic í hóp í dag - Mourinho veit ekkert
Perisic er sterklega orðaður við Man Utd.
Perisic er sterklega orðaður við Man Utd.
Mynd: Getty Images
Inter Milan býst við því að hafa hinn króatíska Ivan Perisic í hóp þegar ítalska liðið fer í æfingaferð í dag.

Perisic hefur verið orðaður við Manchester United í allt sumar.

Fulltrúar frá United hafa heimsótt Inter í von um að ná samkomulagi um kaup á hinum 28 ára gamla Perisic.

Það er ekkert samkomulag í höfn ennþá, en Inter vill fá Anthony Martial sem hluta af samningnum.

Perisic mun fara með Inter til Asíu, til Kína og Singapúr, nema eitthvað stórt gerist í málum hans í dag.

Inter spilar gegn franska liðinu Lyon og þýsku meisturunum í Bayern München áður en þeir mæta Englandsmeisturum Chelsea í Singapúr.

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur ekki hugmynd um það hvað er að gerast með Perisic.

Hann var spurður út í stöðu mála eftir 2-1 sigur Manchester United á Real Salt Lake í Bandaríkjunum í nótt.

„Enga hugmynd. Enga hugmynd vinur. Enga," sagði Mourinho.

Talið er að Perisic muni kosta United 48 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner