Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 18. júlí 2017 19:51
Elvar Geir Magnússon
Ísland átti að fá víti gegn Frakklandi
Carina Vitulano dæmdi ekki.
Carina Vitulano dæmdi ekki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Staðan í hálfleik í leik Íslands og Frakklands er 0-0. Íslenska liðið hefur verið grjóthart í fyrri hálfleiknum og var óheppið að fá ekki víti rétt fyrir leikhlé.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

Fanndís Friðriksdóttir fór framhjá varnarmanninum Lauru Georges í teignum, Laura setti fótinn fyrir Fanndísi sem féll í teignum.

Ítalski dómarinn Carina Vitulano flautaði ekki. Stuðningsmenn Íslands á vellinum létu óánægju sína í ljós og einnig Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari sem fékk að líta áminningu.

Seinni hálfleikur fer að hefjast en hér að neðan má sjá brot Lauru sem sett var á Twitter. Einnig má sjá myndir úr fyrri hálfleiknum hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner