Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 18. júlí 2017 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Sturridge ekki verið í eins góðu standi síðan ég kom
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp tók við Liverpool í október 2015. Sóknarmaðurinn Daniel Sturridge hefur verið að vinna í líkamlegu standi sínu og Klopp telur að Sturridge hafi aldrei verið í eins góðu standi og núna, alla vega ekki síðan hann tók við sem stjóri liðsins.

Sturridge hefur verið meiðslahrjáður undanfarin tímabil. Honum hefur bara tekist að spila 46 deildarleiki síðustu þrjú tímabil.

„Hann er í góðu líkamlegu standi, klárlega," sagði Klopp.

„Eins og staðan er núna þá gæti Daniel tekið þátt í öllu undirbúningstímabilinu, sem er mikilvægt."

„Þetta lítur vel út núna. Undirbúningstímabilið er erfitt, sérstaklega á Englandi, en hann hefur tekið þátt á öllum æfingum og það er mjög gott," sagði Klopp um Sturridge.

„Hann er í sínu besta standi síðan ég kom hingað."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner