Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 18. júlí 2017 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lalli Grétars hættur í þjálfun eftir 30 ár
Lárus Grétarsson.
Lárus Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lárus Grétarsson er hættur sem knattspyrnuþjálfari eftir að hafa unnið til 30 ára í því starfi. Hann byrjaði þjálfaraferilinn í Færeyjum, en endar hann sem þjálfari 2. flokks Fram.

Lárus að undanförnu verið að þjálfa 2. flokk Fram, en hann hefur einnig þjálfað hjá Fjölni, Aftureldingu og fleiri liðum.

Hann stjórnaði síðasta leik sínum gegn Keflavík í síðustu viku. Sá leikur endaði með 4-2 sigri Fram.

„Árið 1987 tók ég við þjálfun meistaraflokksliðs í Færeyjum. Ég sá líka um alla yngri flokka, var bílstjóri og sá um allt, var læknir og allt saman," sagði Lárus í viðtali við Fram TV.

„Ég er búinn að þjálfa núna stanslaust í 30 ár, ýmis félög og alla flokka, en nú er komið að leiðarlokum."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að neðan, en Lárus er að hætta að læknisráði. Nánar um það í viðtalinu að neðan.


Athugasemdir
banner
banner