Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 18. júlí 2017 08:30
Magnús Már Einarsson
Lukaku skoraði sigurmark Man Utd
Lukaku fagnar marki sínu í nótt.
Lukaku fagnar marki sínu í nótt.
Mynd: Getty Images
Real Salt Lake 1 - 2 Manchester United
1-0 Luis Silva ('24)
1-1 Henrik Mkhitaryan ('29)
1-2 Romelu Lukaku (38)
Rautt spjald: Antonio Valencia ('68)

Romelu Lukaku opnaði markareikning sinn með Manchester United í 2-1 sigri á Real Salt Lake í æfingaleik í Utah í nótt.

Hiti var í leiknum en Antonio Valencia fékk rauða spjaldið fyrir tæklingu í síðari hálfleik auk þess sem Juan Mata fór meiddur af velli.

Lukaku skoraði sigurmarkið á 38. mínútu eftir að United hafði lent undir fyrr í leiknum.

„Markið hjá Lukaku er gott fyrir hann það er ekki mikilvægast fyrir mig. Ég sagði honum að ég elska allt sem hann gerir. Stoðsendingar og hreyfingarnar hjá honum. Hann heldur boltanum vel. Ég er ánægður með allt sem hann gerir," sagði Jose Mourinho stjóri United eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner