Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 18. júlí 2017 19:54
Magnús Már Einarsson
Meistaradeildin: FH áfram eftir sigur í Færeyjum
Þórarinn Ingi innsiglaði sigurinn.
Þórarinn Ingi innsiglaði sigurinn.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Víkingur Götu 0 - 2 FH (Samanlagt 1-3)
0-1 Steven Lennon ('78 , víti)
0-2 Þórarinn Ingi Valdimarsson ('90 )
Rautt spjald:Adeshina Lawal, Víkingur Götu ('78)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

FH tryggði sér sæti í 3. umferð Meistaradeildarinnar með 2-0 útisigri á Víkingi frá Götu í Færeyjum í kvöld.

Jafntefli varð í fyrri leik liðanna og því þurfti FH að skora í kvöld til að komast áfram.

FH var betri aðilinn og Steven Lennon braut loks ísinn með marki úr vítaspyrnu á 78. mínútu. Spyrnan var dæmd eftir að brotið var á Kristján Flóka Finnbogasyni. Adeshina Lawal, leikmaður Víkings, var rekinn í velli í kjölfarið eftir ryskingar í teignum.

Þórarinn Ingi Valdimarsson innsiglaði síðan sigur FH í viðbótartíma eftir frábært spil og sendingu frá Atla Guðnasyni.

FH mætir Maribor frá Slóveníu eða HSK Zrinjski frá Bosníu og Hersegóvínu í 3. umferðinni. Maribor vann fyrri leikinn 2-1 á útivelli en síðari leikurinn fer fram annað kvöld.

Sigurvegarinn í 3. umferð fer í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Tapliðið fer hins vegar yfir í 4. umferð Evrópudeildarinnar. FH á því að minnsta kosti fjóra Evrópuleiki eftir á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner