þri 18. júlí 2017 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
UEFA fjallar ítarlega um Vestmannaeyjar
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Margrét Lára Viðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Fyrir rétt rúmu ári síðan greip um sig fótboltaæði á Íslandi," svona hefst grein sem UEFA birtir á vefsíðu sinni í dag.

Þarna er auðvitað átt við Evrópumótið í Frakklandi þar sem karlalandslið Íslands komst í 8-liða úrslit.

Greinin fjallar um Vestmannaeyjar og yngri flokka mótin sem haldin eru þar. Orkumótið fyrir drengi í 6. flokki og TM-mótið fyrir stelpur í 5. flokki. Í greininni er fjallað um það að margir leikmenn í karla- og kvennalandsliðum Íslands hafi byrjað sinn feril á þessum mótum.

„Evrópumótið 2016 var stærsta mótið sem ég hafði spilað á, frá því ég spilaði í Vestmannaeyjum þegar ég var 10 ára," segir Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður, í viðtali sem birtist í greininni.

Í greininn er talað um fótboltamennina sem hafa komið frá Vestmanneyjum, viðtal er við Margréti Láru Viðarsdóttur, Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, er nefndur og svo er hlutverk forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessonar, á Orkumótinu tekið fyrir.

Guðni var mættur til að styðja son sinn, en hann hjálpaði líka til við að smyrja samlokur og fylla vatnsflöskur, eins og allir aðrir foreldrar.

Viðtal er við Margréti Láru Viðarsdóttur, eins og hér áður segir, en hún er frá Vestmannaeyjum. Margrét er markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, en í viðtalinu lýsir hún heimabæ sínum, Vestmanneyjum, sem fallegasta stað á jörðinni.

Kvennalandsliðið leikur í kvöld sinn fyrsta leik á EM í Hollandi, en Margrét er ekki með á mótinu vegna meiðsla.

Hún segir Ísland geta farið alla leið.

„Allt er mögulegt í fótbolta. Allir fara til Hollands til að vinna mótið og það er ekkert öðruvísi hjá Ísland. Við erum með gott lið og getum unnið alla á okkar degi," segir Margrét.

„Vestmanneyjar eru hið fullkomna dæmi um að stærðin skipti ekki máli. Þrátt fyrir að aðeins íbúafjöldi telji aðeins rúmlega 4 þúsund, þá hefur eyjan litla gefið íslenskum fótbolta svo mikið," segir í síðustu setningu fréttarinnar.

Smelltu hér til að lesa greinina
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner