Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. ágúst 2017 20:50
Brynjar Ingi Erluson
2. deild karla: Njarðvík bjargaði stigi á lokamínútunni
Lars Óli Jessen skoraði fyrir Magna
Lars Óli Jessen skoraði fyrir Magna
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Njarðvík 1 - 1 Magni
0-1 Lars Óli Jessen ('15 )
0-1 Andri Freyr Freysson ('40, misnotað víti )
1-1 Krystian Wiktorwicz ('90 )

Njarðvík og Magni gerðu 1-1 jafntefli á NJarðtaks-vellinum í Njarðvík í kvöld en heimamenn skoruðu svokallað flautumark.

Lars Óli Jessen kom Magna á bragðið á 15. mínútu en Njarðvík fékk gullið tækifæri til að jafna á 40. mínútu er liðið fékk vítaspyrnu. Andri Freyr Freysson klúðraði hins vegar spyrnunni.

Það leit allt út fyrir að Magni myndi hirða öll stigin en Krystian Wiktorwicz sá til þess að heimamenn myndu fá alla vega einn punkt í dag.

Lokatölur því 1-1 en Njarðvík er áfram á toppnum með 35 stig á meðan Magni er með 32 stig í öðru sætinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner