Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 18. ágúst 2017 20:44
Brynjar Ingi Erluson
3. deild karla: Kári á leið upp eftir sigur á KFG
Alexander Már Þorláksson, sem er hér fyrir miðju, skoraði fyrir Kára í kvöld.
Alexander Már Þorláksson, sem er hér fyrir miðju, skoraði fyrir Kára í kvöld.
Mynd: Kári
Tveir leikir fóru fram í 3. deild karla í kvöld en Kári frá Akranesi er komið með annan fótinn í 2. deildina eftir 2-1 sigur á KFG í kvöld. Þróttur Vogum vann þá KF, 2-0.

Ragnar Már Lárusson kom Kára yfir gegn KFG áður en Alexander Már Þorláksson bætti við öðru þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleik. Kári Pétursson minnkaði muninn fyrir KFG en lengra komust Garðbæingar ekki.

Kári er í efsta sæti deildarinnar með 33 stig þegar fjórir leikir eru eftir af deildinni en liðið er með átta stiga forystu á Þrótt V. sem er í öðru sæti og ellefu stigum meira en KF sem er í þriðja sæti.

Þróttur vann KF 2-0 í kvöld og styrkti baráttu sína um annað sætið en Aran Nganpanya og Andri Björn Sigurðsson gerðu mörk heimamanna.

Úrslit og markaskorarar af Úrslit.net

Þróttur V. 2 - 0 KF
1-0 Aran Nganpanya ('20 )
2-0 Andri Björn Sigurðsson ('60 )

Kári 2 - 1 KFG
1-0 Ragnar Már Lárusson ('26 )
2-0 Alexander Már Þorláksson ('55 )
2-1 Kári Pétursson ('75 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner