Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 18. ágúst 2017 19:21
Brynjar Ingi Erluson
Arsenal selur Gabriel til Valencia (Staðfest)
Gabriel Paulista er kominn til Valencia
Gabriel Paulista er kominn til Valencia
Mynd: Arsenal
Spænska félagið Valencia hefur keypt Gabriel Paulista frá Arsenal fyrir 10 milljónir punda. Spænska félagið staðfesti þetta á heimasíðu sinni í dag.

Gabriel, sem er 26 ára gamall, kom til Arsenal frá Villarreal árið 2015 og lék með enska liðinu 64 leiki á þessum tveimur árum.

Hann er nú kominn með nýtt félag en Valencia keypti hann í kvöld á 10 milljónir punda og gerði hann fimm ára samning við félagið. Hann er með klásúlu í samningnum sem gerir öðrum félögum kleyft að kaupa hann á 80 milljónir evra.

Þetta þýðir væntanlega það að Calum Chambers verður áfram hjá félaginu en hann var á láni hjá Middlesbrough á síðustu leiktíð.

Arsenal hefur úr miklu að moða varnarlega eftir að hafa fengið Sead Kolasinac.
Athugasemdir
banner
banner
banner