Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 18. ágúst 2017 15:15
Fótbolti.net
Lið 15. umferðar: Fjórir Ólsarar
Guðmundur Steinn skoraði sigurmarkið gegn ÍBV.
Guðmundur Steinn skoraði sigurmarkið gegn ÍBV.
Mynd: Raggi Óla
Anton Ari Einarsson er í markinu.
Anton Ari Einarsson er í markinu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ívar Örn Jónsson er í liðinu.
Ívar Örn Jónsson er í liðinu.
Mynd: Raggi Óla
Við tökum forskot á sæluna hér á Fótbolta.net og útnefnum lið 15. umferðar í Pepsi-deildinni þrátt fyrir að Fjölnir og FH eigi eftir að mætast. Rúmur mánuður er í þann leik og því birtum við lið umferðarinnar núna.

Anton Ari Einarsson er í markinu og Eiður Aron Sigurbjörnsson í vörninni en þeir hjálpuðu toppliði Vals að halda hreinu gegn KR.

Geoffrey Castillion skoraði tvívegis fyrir Víking R. í 2-1 útisigri á Breiðabliki en þar átti Ívar Örn Jónsson einnig góðan dag.

Juanma Ortiz skoraði og fiskaði vítaspyrnu eftir að hafa komið inn á sem varamaður í 3-2 sigri Grindavíkur á ÍA. Þar átti Alexander Veigar Þórarinsson einnig góðan dag.

Víkingur Ólafsvík sótti þrjú mikilvæg stig til Eyja. Guðmundur Steinn Hafsteinsson var maður leiksins og þeir Emir Dokara og Nacho Heras stóðu vaktina vel í vörninni. Ejub Purisevic er síðan þjálfari umferðarinnar. Ólsarar eiga því fjóra fulltrúa að þessu sinni.

Ásgeir Sigurgeirsson var maður leiksins á Akureyri þar sem KA og Stjarnan skildu jöfn. Jósef Kristinn Jósefsson skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar og var besti maður liðsins.

Sjá einnig:
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner