Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 18. ágúst 2017 20:32
Brynjar Ingi Erluson
Barcelona seldi eina Paulinho-treyju í gær
Paulinho er ekki vinsælt nafn aftan á treyju Barcelona
Paulinho er ekki vinsælt nafn aftan á treyju Barcelona
Mynd: Twitter
Spænska knattspyrnufélagið Barcelona tilkynnti í gær kaupin á brasilíska miðjumanninum Paulinho en hann var keyptur á 40 milljónir evra.

Paulinho, sem hefur leikið í Kína síðustu ár, kom frá Guangzhou Evergrande en hann var kynntur fyrir stuðningsmönnum félagsins í gær.

Aðeins 2000 manns mættu til þess að sjá kynninguna en Barcelona-búðin seldi aðeins eina treyju merkta honum í gær.

Stuðingsmenn hafa harðlega gagnrýnt forseta félagsins fyrir kaupin sem hann hefur gert og fyrir söluna á Neymar en félagið er einnig í viðræðum við Ousmane Dembele og Philippe Coutinho.
Athugasemdir
banner
banner
banner