Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 18. ágúst 2017 05:55
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
England um helgina - Fyrsti leikur Gylfa í nýju liði
Gylfi gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Everton gegn Manchester City
Gylfi gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Everton gegn Manchester City
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Enski boltinn er byrjaður að rúlla á fullu en 2. umferð úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina.

Veislan byrjar í hádeginu þegar Manchester United heimsækir Swansea. Velska liðið missti íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson til Everton á miðvikudag líkt og allir vita.

Liverpool fær Crystal Palace í heimsókn og Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley mæta West Brom. Deginum líkur svo á leik Stoke og Arsenal.

Á sunnudag mætast nýliðarnir Huddersfield og Newcastle en stórleikur dagsins verður leikur Tottenham og Chelsea en Lundúnarliðin enduðu í tveimur efstu sætunum á síðasta tímabili.

Umferðinni líkur svo á stórleik Manchester City og Everton en Gylfi Þór gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja félag.

Laugardagur 19. ágúst
11:30 Swansea - Manchester United
14:00 Bournemouth - Watford
14:00 Burnley - West Brom
14:00 Leicester - Brighton
14:00 Liverpool - Crystal Palace
14:00 Southampton - West Ham
16:30 Stoke - Arsenal

Sunnudagur 20. ágúst
12:30 Huddersfield - Newcastle
15:00 Tottenham - Chelsea

Mánudagur 21. ágúst
19:00 Manchester City - Everton
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner