Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 18. ágúst 2017 12:45
Elvar Geir Magnússon
Er Barcelona í skugga Real Madrid?
Upphitun fyrir spænsku deildina
Cristiano Ronaldo verður í banni í fyrstu leikjum deildarinnar.
Cristiano Ronaldo verður í banni í fyrstu leikjum deildarinnar.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane hefur náð mögnuðum árangri.
Zinedine Zidane hefur náð mögnuðum árangri.
Mynd: Getty Images
Ernesto Valverde, nýr þjálfari Barcelona.
Ernesto Valverde, nýr þjálfari Barcelona.
Mynd: Getty Images
Antoine Griezmann hélt tryggð við Atletico Madrid.
Antoine Griezmann hélt tryggð við Atletico Madrid.
Mynd: Getty Images
Veðbankar búast við tveggja hesta einvígi Barcelona og Real Madrid um spænska meistaratitlinn. Eftir 5-1 sigur Real í tveggja leikja einvíginu gegn Börsungum um spænska Ofurbikarinn er umræðan jafnvel sú hvort eitthvað lið eigi roð í Madrídarliðið.

Spjótin beinast að forseta Barcelona. Neymar er horfinn á braut, Luis Suarez missir af fyrstu vikum tímabilsins vegna meiðsla og Paulinho sem var keyptur gat ekki haldið bolta á lofti þegar hann var kynntur fyrir stuðningsmönnum.

Að því sögðu er Barcelona með einn besta mannskap í heiminum, þó stuðningsmenn hafi verið duglegir við að mála skrattann á vegginn. Frábært fótboltalið sem gæti farið á flug um leið og La Liga fer af stað.

Spá Fótbolta.net fyrir toppbaráttuna.

1. Real Madrid
Þjálfari: Zinedine Zidane

Ríkjandi Spánarmeistararnir eru líklegastir til að enda í efsta sæti. Zidane hefur varla gert annað en að lyfta bikurum síðan hann tók við stjórnartaumunum hjá Real. Spænski meistaratitillinn, Meistaradeildin (tvisvar), HM félagsliða og Ofurbikar UEFA (tvisvar) komnir á þjálfaraferilskránna. Magnað.

Real hefur ekki keypt neina ofurstjörnu í sumar. Florentino Perez, forseti félagsins, bendir á að ekki þurfi að gera við það sem virkar.

Alvaro Morata er farinn til Chelsea, Danilo til Manchester City og James Rodriguez var lánaður til Bayern München. Vinstri bakvörðurinn Theo Hernandez (19 ára) kemur frá grönnunum í Atletico Madrid og hinn tvítugi Dani Ceballos frá Real Betis

2. Barcelona
Þjálfari: Ernesto Valverde

Valverde er þekktur fyrir stóíska ró, sama hvernig pressan er. Þetta er kostur sem er mikilvægur í hans stöðu í dag. Það er neikvæð ára í kringum Barcelona og hann hefur þurft að undirbúa sig fyrir tímabilið án þess að vita hvernig leikmannahópurinn hans verður. Philippe Coutinho og Ousmane Dembele eru á óskalistanum en þeir eru ekki komnir í höfn.

Það er pressa á Valverde að landa titlum en hann þarf að gera það án þess að hafa MSN. Sumarglugginn hingað til skráist svo sannarlega sem misheppnaður.

Sjá einnig:
Pique: Mér líður eins og við séum óæðri Real Madrid

3. Atletico Madrid
Þjálfari: Diego Simeone

Atletico var í kaupbanni í sumar en Antoine Griezmann, Saul Niguez og Koke eru enn á sínum stað.

4. Sevilla
Þjálfari: Eduardo Berizzo

Jesus Navas, Ever Banega og Nolito eru mættir í herbúðir Sevilla og það ríkir bjartsýni hjá félaginu.

Líklegust í fallbaráttu: Getafe, Girona, Deportivo, Leganes og Levante.

Föstudagur 18. ágúst
18:15 Leganes - Alaves
20:15 Valencia - Las Palmas

Laugardagur 19. ágúst
16:15 Celta Vigo - Real Sociedad
18:15 Girona - Atletico Madrid
20:15 Sevilla - Espanyol

Sunnudagur 20. ágúst
16:15 Athletic Bilbao - Getafe
18:15 Barcelona - Real Betis
20:!5 Deportivo La Coruna - Real Madrid

Mánudagur 21. ágúst
18:15 Levante - Villarreal
20:00 Malaga - Eibar
Athugasemdir
banner
banner