Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. ágúst 2017 19:03
Brynjar Ingi Erluson
Gunnleifur framlengir við Breiðablik
Gunnleifur Vignir Gunnleifsson
Gunnleifur Vignir Gunnleifsson
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks í Pepsi-deild karla, hefur framlengt samning sinn um eitt ár við félagið. Hann er 42 ára gamall.

Gunnleifur, sem hefur verið einn besti maður Blika á þessu tímabili, hefur ákveðið að framlengja samning sinn um eitt ár við félagið en hann er elsti leikmaður efstu deildar.

Hann hefur verið í algeru lykilhlutverki hjá félaginu frá því hann kom frá FH árið 2013 en hann hefur leikið 103 leiki til þessa.

Ljóst er að hann tekur alla vega eitt tímabil til viðbótar með liðinu en fátt bendir til þess að hann muni hætta á næstu árum. Hann hefur ítrekað sagt að honum finnst gaman að spila fótbolta og að honum líði vel líkamlega.

Hann hefur þá leikið 26 landsleiki fyrir hönd íslenska landsliðsins og samtals spilað 398 leiki í deild- og bikar á ferlinum. Hann hefur einu sinni skorað og var það með HK í 2. deildinni árið 2002.



Athugasemdir
banner
banner
banner