fös 18. ágúst 2017 21:09
Brynjar Ingi Erluson
Inkasso-deildin: Haukar með ótrúlega endurkomu - HK tapaði
Björgvin Stefánsson skoraði tvö fyrir Hauka í kvöld
Björgvin Stefánsson skoraði tvö fyrir Hauka í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur síðustu leikjum kvöldsins í Inkasso-deild karla var að ljúka en Haukar unnu ótrúlegan 4-2 sigur á Keflavík á meðan Þróttur R. vann HK 2-1 í hörkuleik. HK hafði unnið fimm leiki í röð fram að þessum leik.

HK-ingar byrjuðu vel í Laugardalnum en Brynjar Jónasson kom þeim yfir undir lok fyrri hálfleiks. Rafn Andri Haraldsson jafnaði metin á 59. mínútu áður en Viktor Jónsson tryggði sigurinn á 82. mínútu og lokatölur því 2-1.

HK hafði unnið fimm leiki í röð fram að þessum leik og byrjað að blanda sér í toppbaráttuna en nú er liðið sjötta sæti, sex stigum frá öðru sæti.

Haukar unnu á meðan magnaðan 4-2 sigur á Keflavík. Davíð Sigurðsson varð fyrir því ólani að setja boltann í eigið net á 5. mínútu áður en Jeppe Hansen skoraði úr víti í byrjun þess síðari. Keflavík í þægilegri stöðu og fátt benti til þess að Haukar myndu jafna, hvað þá skora fjögur mörk.

Harrison Hanley minnkaði muninn á 54. mínútu áður en Björgvin Stefánsson jafnaði metin sex mínútum síðar. Aron Jóhannsson kom svo Haukum yfir áður en Björgvin gulltryggði óvæntan sigur Hauka.

Lokatölur 4-2. Keflavík er áfram í efsta sæti með 34 stig, Þróttur í öðru með 33 stig og Fylkir í þriðja sætinu með 30 stig en liðið á leik til góða. HK er í sjötta sæti með 27 stig. Haukar eru í fjórða sætinu með 30 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner