Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 18. ágúst 2017 18:00
Fótbolti.net
Lið 13. umferðar í Pepsi kvenna: Borgarstjórinn í sjötta skipti
Sandra Mayor, borgarstjórinn, er í liði umferðarinnar í sjötta skipti í sumar!
Sandra Mayor, borgarstjórinn, er í liði umferðarinnar í sjötta skipti í sumar!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elín Metta skoraði tvö gegn Stjörnunni.  Hún er í liði umferðarinnar.
Elín Metta skoraði tvö gegn Stjörnunni. Hún er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
13. umferðinni í Pepsi-deild kvenna lauk í gær. Umferðin var góð fyrir topplið Þór/KA sem tók skref í átt að Íslandsmeistaratitlinum með 4-1 útisigri á Haukum.

Hér að neðan má sjá lið umferðarinnar.

Sandra Mayor, borgarstjórinn, skoraði þrennu gegn Haukum og er að sjálfsögu í liðinu. Hún hefur samtals verið sex sinnum í liði umferðarinnar í sumar! Natalia Gomez og Bianca Elissa úr Þór/KA eru einnig í liðinu.

Elín Metta Jensen skoraði bæði mörk Vals í öflugum 2-1 útisigri á Stjörnunni. Adriana Calderon miðjumaður Vals er einnig í liðinu.

KR lagði FH 2-1 þar sem Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði tvívegis. Hrafnhildur Agnarsdóttir átti góðan dag í markinu þar.

Rakel Hönnudóttir og Samantha Lofton voru bestar hjá Breiðabliki í 2-0 útisigri á Fylki.

Anna Þórunn Guðmundsdóttir og Kristín Anítudóttir hjálpuðu Grindavík að ná í jafntefli gegn ÍBV á útivelli. Þjálfari umferðarinnar er síðan Róbert Haraldsson úr Grindavík.
Athugasemdir
banner
banner