Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 18. ágúst 2017 11:00
Elvar Geir Magnússon
Matic skýtur á Chelsea
Nemanja Matic í leiknum gegn West Ham.
Nemanja Matic í leiknum gegn West Ham.
Mynd: Getty Images
Margir klóra sér í kollinum yfir því hvernig Chelsea gat selt Nemanja Matic til Manchester United. Serbneski landsliðsmaðurinn skýtur á sína fyrrum vinnuveitendur og segir að United sé „klárlega" stærra félag en Chelsea.

Miðjumaðurinn var þrjú og hálft ár hjá Chelsea og vann Englandsmeistaratitilinn tvívegis.

Hann var seldur til United á 40 milljónir punda og hefur farið frábærlega af stað í rauða búningnum. Hann var valinn maður leiksins í 4-0 sigrinum gegn West Ham um síðustu helgi.

Matic elskar lífuð hjá nýja félaginu og hann var spurður að því hvort þetta væri stærsta félag sem hann hefði spilað fyrir?

„Klárlega. Allir vita um hvað Manchester United snýst. Chelsea er stórt félag og Benfica er stærsta félagið í Portúgal en Manchester er Manchester," segir Matic.

„Ég kynntist því á fyrsta degi að fólkið hjá félaginu hjálpar þér á hverjum degi ef þú þarfnast einhverst og stuðningsmennirnir eru mjög mikilvægir fyrir félagið. Eftir hverja æfingu bíða stuðningsmenn fyrir utan æfingasvæðið til að reyna að ná myndum eða fá áritanir. Ég tel þetta eitt stærsta félag heims."

„Kannski eru tvö til þrjú félög svipuð United en Manchester er eitt stærsta félag heims. Það er klárt mál."
Athugasemdir
banner