Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fös 18. ágúst 2017 11:30
Magnús Már Einarsson
Samúel skoraði 10 í gærkvöldi - Með 3,3 mörk að meðaltali
Raðar inn mörkum.
Raðar inn mörkum.
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Samúel Arnar Kjartansson, framherji Ýmis, gerði sér lítið fyrir og skoraði tíu mörk í 19-0 sigri á Kóngunum í 4. deildinni.

Samúel hefur því skorað 36 mörk í 11 leikjum í sumar eða um það bil 3,3 mörk að meðaltali í leik!

Í tveimur leikjum hefur Samúel ekki náð að skora og því hefur hann skorað mörkin 36 í níu leikjum.

„Ég er rólegri inn á velli núna en áður og svo eru liðsmennirnir allt strákar sem maður hefur spilað með í gegnum tíðina og þekkja mig vel," sagði hinn 28 ára gamli Samúel fyrr í sumar við Fótbolta.net aðspurður út í lykilinn á bakvið velgengina fyrir framan markið.

Ýmir hefur skorað 71 mark í sumar og því er Samúel búinn að skora meira en helminginn af mörkum liðsins.

Mörk Samúels í sumar
Árborg 1 - 3 Ýmir (1 mark)
Úlfarnir 0 - 8 Ýmir (5 mörk)
Ýmir 2 - 1 Kormákur/Hvöt (2 mörk)
Hrunamenn 1 - 12 Ýmir (4 mörk)
Kóngarnir 0 - 14 Ýmir (7 mörk)
Ýmir 3 - 0 Árborg (1 mark)
Léttir 0 - 1 Ýmir (1 mark)
Ýmir 5 - 3 Úlfarnir (5 mörk)
Ýmir 19 - 0 Kóngarnir (10 mörk)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner