Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. september 2014 16:05
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið FH og KR: Jónas Guðni kemur inn
Elvar Geir Magnússon skrifar úr Krikanum
Jónas Guðni Sævarsson kemur inn í byrjunarliðið.
Jónas Guðni Sævarsson kemur inn í byrjunarliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fótbolti.net er með beina textalýsingu frá stórleik í Kaplakrika þar sem tvö af stærstu félögum landsins eigast við, FH og KR. Um er að ræða frestaðan leik úr fjórtándu umferð en öll efstu liðin eiga fjóra leiki eftir.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum

KR-ingar eiga enn tölfræðilega möguleika á að verja Íslandsmeistaratitil sinn en það er frekar langsótt. FH og Stjarnan eru í einvígi um titilinn þegar bæði lið eiga fjóra leiki eftir. FH er með tveggja stiga forystu en Stjarnan leikur gegn Víkingi á sama tíma og þessi leikur fer fram.

Ein breyting á byrjunarliði KR frá 4-0 útisigri gegn Fylki. Jónas Guðni Sævarsson kemur inn fyrir Gonzalo Balbi. Hjá FH er óbreytt lið frá 2-0 útisigrinum gegn Þór.

Byrjunarlið FH:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
5. Pétur Viðarsson
7. Ingimundur Níels Óskarsson
10. Davíð Þór Viðarsson
11. Atli Guðnason
16. Jón Ragnar Jónsson
19. Steven Lennon
20. Kassim Doumbia
22. Ólafur Páll Snorrason
25. Hólmar Örn Rúnarsson
26. Jonathan Hendrickx

Byrjunarlið KR:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
3. Haukur Heiðar Hauksson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Gary John Martin
8. Baldur Sigurðsson
11. Óskar Örn Hauksson
15. Emil Atlason
16. Jónas Guðni Sævarsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
21. Guðmundur Reynir Gunnarsson
23. Atli Sigurjónsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner