Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. september 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Davíð Þór: Ef við fáum víti þá tek ég það ekki
Davíð Þór Viðarsson.
Davíð Þór Viðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
,,Við unnum þá í fyrri leiknum í Laugardalnum og þeir vilja örugglega hefna fyrir það. Ég býst ekki við öðru en að þetta verði alvöru slagur hjá tveimur góðum liðum," sagði Davíð Þór Viðarsson miðjumaður FH við Fótbolta.net en liðið mætir KR í Pepsi-deildinni klukkan 17:00 í dag.

,,Ég man ekki eftir leik gegn KR síðastliðinn ár þar sem annað liðið hefur valtað yfir hitt. Ég held að þetta verði mjög jafn leikur og muni ráðast á einhverjum smáatriðum."

KR gerði út um titilvonir FH á svipuðum tíma í fyrra með sigri í leik liðanna í Vesturbæ en þar klúðraði Davíð Þór vítaspyrnu.

,,Ef við fáum víti, þá tek ég það ekki," sagði Davíð fyrir leikinn í kvöld . ,,Við lærðum vonandi af þeim leik í fyrra. Við höfum sýnt í sumar að það er erfitt að brjóta okkur niður. Við þurfum að halda áfram að spila góðan varnarleik og skapa nægilega mörg færi til að vinna leikinn."

FH er fyrir leikinn gegn KR á toppi deildarinnar, tveimur stigum á undan Stjörnunni sem heimsækir Víking í dag.

,,Það hefur sýnt sig í ár að Stjarnan er ekki að tapa mikið af stigum. Við þurfum að gjöra svo vel og að hala inn stigum sjálfir og það gerast ekki mikið meira krefjandi verkefni en gegn KR," sagði Davíð en eftir 18 leiki eru bæði FH og Stjarnan taplaus.

,,Það er ótrúlegt. Við höfum einhverntímann átt tækifæri á að slíta okkur aðeins frá þeim en þá höfum við klikkað. Við þurfum að gjöra svo vel og klára okkar leiki núna og ef við gerum það þá vinnum við þetta mót."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner