fim 18. september 2014 08:30
Elvar Geir Magnússon
Gummi Steinars skoðar stórleiki dagsins í Pepsi-deildinni
Víkingur og Stjarnan eigast við.
Víkingur og Stjarnan eigast við.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Stórleikur FH og KR er í beinni á Stöð 2 Sport.
Stórleikur FH og KR er í beinni á Stöð 2 Sport.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tveir hörkuleikir í Pepsi-deildinni í dag þar sem barátta FH og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn heldur áfram. FH fær KR í heimsókn og Stjarnan heimsækir Víking en báðir leikir hefjast klukkan 17:00.

Guðmundur Steinarsson, sérfræðingur Fótbolta.net um Pepsi-deildina, skoðar leikina tvo.

17:00 Víkingur – Stjarnan
Evrópudraumur Víkinga lifir enn og sigur í þessum leik kemur þeim enn nær. Stóra spurningin er eflaust hvort Aron Elís Þrándarson verði leikfær eða ekki. Ef hann spilar þá verður hann sjálfsagt ekki eins heill og hann kannski vildi. Mér finnst sóknarleikur Víkings vera algjörlega undir Aroni kominn og ef hann verður ekki með þá þurfa aðrir að stíga heldur betur upp og taka aukna ábyrgð.

Stjörnumenn eru líklegri í þessum leik, þeir hafa verið að skora mörk í öllum regnbogans litum. Sóknarleikur þeirra er ekki eins fyrirsjáanlegur og hann hefur verið undanfarin ár. Að mínu mati eru þeirra helstu veikleikar varnarleikur í föstum leikatriðum. Mér finnst eins og þeir missi stundum fókusinn og þá getur skapast hætta. Hef þó grun um að Stjörnumenn séu númeri of stórir fyrir nýliða Víkings og taki þennan leik.

17:00 FH – KR
Hvað er hægt að segja um FH sem hefur ekki verið sagt áður? Liðið mallar og skilar sínu ár eftir ár, menn hafa keppst um og reynt að finna á þeim veikleika sem þeir svara jafnóðum fyrir. Frábært fyrir þá að fá Guðjón Árna aftur inní hópinn og það er ekki ónýtt að fá slíkan leikmann inn á síðustu metrunum. FH-ingar hafa kannski verið gangrýndir í sumar fyrir að skora ekki nægilega mikið af mörku en eru engu að síður búnir að skora flest og fá á sig fæst.

KR-ingar voru í smá erfiðleikum í byrjun móts og það er það aðal ástæðan fyrir því að þeir eru í raun nánast ekki með í titlilbaráttunni. En sigur í þessum leik gefur þeim kannski einhverja smá von og það hlýtur að vera þeirra hvatning fyrir leikinn. Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið og það eina sem má ekki gerast er að leikurinn fari jafntefli, finnst fátt leiðinlegra en þegar stórleikir fara jafntefli. Treysti mér samt ekki til að spá um hvort liði sigri leikinn.

Báðir leikir verða í beinum textalýsingum á Fótbolta.net
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner