Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 18. september 2014 07:30
Daníel Freyr Jónsson
Martinez vill sjá Everton í Evrópukeppni á hverju ári
Roberto Martinez.
Roberto Martinez.
Mynd: Getty Images
Roberto Martinez, stjóri Everton, er spenntur fyrir komandi átökum í Evrópudeildinni.

Everton hefur leik í Evrópudeildinni í kvöld þegar liðið tekur á móti Wolfsburg og er það fyrsti Evrópuleikurinn á Goodison Park í fimm ár.

Everton leikur í H-riðli ásamt Lille og Kuban Krasnodar Framundan er því erfið riðlakeppni, en Martinez skorast ekki undan áskoruninni.

,,Við höfum verið að vinna hart að því að ná þessu tækifæri og eina leiðin til að ná því er að standa okkur vel í þessum leikjum," sagði Martinez.

,,Þetta verður rosaleg keppni fyrir okkur, með félögum eins og Wolfsburg og Lille og tiltölulega óþekkta liðinu Krasnodar. Það er hinsvegar eitt sem við þurfum að koma í vana og það er að Everton taki þátt í Evrópukeppni og geri það að vana sínum."
Athugasemdir
banner
banner
banner