banner
   fim 18. september 2014 16:30
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Arsenal 
Nigel Winterburn á leið til landsins
Nigel Winterburn kíkir í dinner með stuðningsmönnum Arsenal í október.
Nigel Winterburn kíkir í dinner með stuðningsmönnum Arsenal í október.
Mynd: Getty Images
Arsenalklúbburinn á Íslandi fagnar 32 ára afmæli þann 15. október. Arsenalkúbburinn ætlar að að halda upp á afmælið eins og fyrri ár en núna kemur til þeirra góður gestur.

Nigel Winterburn er væntanlegur til landsins og verður viðstaddur afmælisdinner þann 11. október þar sem hann mun mæta og meðal annars sitja fyrir svörum.

Winterburn lék yfir 500 leiki með Arsenal frá 1987 til 2000 en hann varð enskur meistari með liðinu tímabilið 1997/1998.

Kvöldverðurinn hefst 20:00 og verður í Officeraklúbbnum, Grænásbraut 619, 230 Reykjanesbæ.

Matseðill:

Forréttir
Grafinn nautavöðvi með klettsalati og basil
Nautacarpaccio með parmesan og olivum
Reykt Kalkúnarúlla með rjómaosti og mango
Sjávarréttsalat með melónu, mangó og kókosrjóma

Aðalréttir
Hickory reyktur hægeldaður nautavöðvi
Grilluð svínrif með bbq blue
Innbakaðar nautalund Wellington

Meðlæti
Brauðbollur, Smjör, Sveitakartöflur, Sultaðir laukar, Steikt rótargrænmeti, Stengjabaunir og beikon, Ferskt Sesar salat og Maiskorn

Eftirréttur
Kaffi og konfekt

Verð: 6.500 kr. fyrir félagsmenn en 8.500 kr. fyrir aðra.

Skráning: Það þarf að skrá sig á [email protected] og borga í síðasta lagi föstudaginn 3. október.

Skráning eða pöntun telst ekki staðfest nema hún sé greidd, en kennitala klúbbsins er 620196-2669 og reikningsnúmer 0143-05-061022 og endilega sendið e-mail á [email protected]
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner