Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 18. september 2014 12:22
Magnús Már Einarsson
Ole Gunnar Solskjær rekinn frá Cardiff (Staðfest)
Ole Gunnar þjálfaði Molde í Noregi áður en hann tók við Cardiff.
Ole Gunnar þjálfaði Molde í Noregi áður en hann tók við Cardiff.
Mynd: Getty Images
Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff munu fá nýjan knattspyrnustjóra á næstu dögum en búið er að reka Ole Gunnar Solskjær.

Solskjær tók við Cardiff í kringum áramótin en liðið féll úr ensku úrvalsdeildinni undir hans stjórn. Cardiff hefur síðan byrjað illa í Championship deildinni á þessu tímabili.

,,Ole var ráðinn til Cardiff City til að hjálpa okkur að bjarga okkur frá falli úr ensku úrvalsdeildinni. Því miður gekk það ekki," sagði Vincent Tan eigandi Cardiff.

,,Eftir fallið voru margir sem ráðlögðu mér að láta hann fara en ég ákvað að halda Ole í Championship deildinni. Því miður þýða úrslitin að undanförnu að Ole verðskuldar ekki að halda áfram sem stjóri Cardiff."

Danny Gabbidon og Scott Young munu stýra Cardiff gegn Derby um helgina en Tony Pulis hefur verið orðaður við stjórastöðuna sem og Paul Hartley stjóri Dundee.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner