Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 18. september 2014 18:50
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-deildin: Stjarnan jafnar FH á toppnum
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Tveimur stórleikjum var að ljúka í Pepsi-deildinni þar sem Stjörnunni hefur tekist að jafna FH að stigum á toppi deildarinnar á lokakafla tímabilsins.

Rolft Toft skoraði eina mark Stjörnunnar er liðið heimsótti Víkinga sem eru í fjórða sæti deildarinnar.

Fyrri hálfleikurinn í Víkinni var ótrúlegur þar sem heimamenn klúðruðu ótrúlegum fjölda færa eftir að hafa lent undir á níundu mínútu.

Síðari hálfleikurinn var rólegri þar sem bæði lið fengu dauðafæri en heimamenn óðu enn í færum án þess að ná þó að jafna.

Alan Lowing, leikmaður Víkinga, fékk rautt spjald eftir að hafa brotið af sér sem aftasti maður á lokamínútum leiksins, sem lauk með eins marks sigri Garðbæinga.

Á sama tíma var stórleikur FH og KR í gangi í Hafnarfirði þar sem topplið FH fékk ríkjandi Íslandsmeistara KR í heimsókn.

Viðureignin í Kaplakrika var ekki jafn fjörug og sú í Víkinni en það var dæmt mark eftir tæpan stundarfjórðung og ákvörðunin dregin til baka og markið því ekki gilt. Í ljós kom að boltinn fór aldrei inn fyrir línuna.

Leikurinn var rólegur þar sem FH-ingar stjórnuðu en KR-ingar áttu tvö góð færi í síðari hálfleik áður en heimamenn komust yfir á 65. mínútu. Þá kom Atli Guðnason boltanum í netið eftir baráttu í teignum.

Heimamenn færðu sig aftar og leikurinn virtist steindauður þegar Gary Martin jafnaði leikinn upp úr þurru á 83. mínútu leiksins, þar sem hann gerði vel að koma sér í færi og skora.

Meira gerðist ekki og eru FH-ingar því jafnir Stjörnunni á toppi deildarinnar en með betri markatölu.

Víkingur R. 0 - 1 Stjarnan
0-1 Rolf Toft ('9)
Rautt spjald: Alan Lowing, Víkingur R. ('90)

FH 1 - 1 KR
1-0 Atli Guðnason ('65)
1-1 Gary Martin ('83)
Athugasemdir
banner
banner
banner