Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 18. september 2014 22:20
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið 14. umferðar - Þrír Stjörnumenn
Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis.
Andrés Már Jóhannesson, leikmaður Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Gary Martin er í liðinu.
Gary Martin er í liðinu.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
14. umferð Pepsi-deildarinnar lauk loks í kvöld með tveimur frestuðum leikjum. FH gerði 1-1 jafntefli við KR á meðan Stjarnan vann Víking 1-0 á útivelli.

Þegar þrjár umferðir eru eftir eru FH og Stjarnan jöfn á toppi deildarinnar.



Stjarnan á þrjá leikmenn í úrvalsliði umferðarinnar en FH og KR tvo fulltrúa hvort lið. Í markinu er Ingvar Jónsson sem var svo sannarlega á eldi í sigri Stjörnunnar í kvöld.

Aðrir leikir umferðarinnar fóru fram 6. ágúst.

Daði Bergsson og Aron Sigurðarson fóru á kostum þegar Valur vann 4-3 sigur gegn Fjölni, Andrés Már var maður leiksins þegar Fylkir vann 3-1 sigur á ÍBV og Guðmundur Steinn var bestur þegar Fram vann 2-0 útisigur gegn Þór.

Úrvalslið 14. umferðar:
Ingvar Jónsson – Stjarnan

Pétur Viðarsson – FH
Martin Rauschenberg – Stjarnan
Gunnar Þór Gunnarsson – KR

Daði Bergsson – Valur
Þorri Geir Rúnarsson – Stjarnan
Andrés Már Jóhannesson – Fylkir
Aron Sigurðarson – Fjölnir

Gary Martin – KR
Atli Guðnason – FH
Guðmundur Steinn Hafsteinsson – Fram
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner