Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   þri 18. október 2016 11:35
Elvar Geir Magnússon
Kaplakrika
Veigar Páll: Þurfti að vera sjálfselskur
Veigar Páll eftir undirskriftina.
Veigar Páll eftir undirskriftina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Veigar Páll Gunnarsson skrifaði í dag undir samning við Íslandsmeistara FH en hann mun leika með liðinu í Pepsi-deildinni á næsta tímabili. Veigar verður 37 ára þegar næsta tímabil fer í gang.

Veigar segir erfitt að færa sig um set frá Stjörnunni, sérstaklega gagnvart stuðningsmönnum liðsins sem höfðu hann í miklum metum.

„Það er mér mikilvægt að þeir skilji ástæðuna fyrir því að ég yfirgef Stjörnuna. Það er ekki vegna þess að mér dauðlangaði það. Það var möguleiki að vera áfram í Stjörnunni en fyrst ég fékk svona lítinn spiltíma á síðustu leiktíð þurfti ég að pæla í hvernig spiltíminn yrði næsta ár," segir Veigar sem segir að viðskalnaðurinn við Stjönuna hafi verið erfiður.

„Ég þurfti að hugsa mig um í nokkurn tíma og spá í hvað væri best fyrir mig. Ég þurfti að vera smá sjálfselskur. Ég vona að ég hafi tekið rétta skrefið. Ég er gríðarlega stoltur af því að vera kominn í FH."

Spila ekki 90 mínútur í hverjum leik
Það fyrsta sem kemur upp í huga Veigars þegar hann er spurður að því hvað hann vilji gera með FH er að vinna titil.

„Mitt hlutverk er að vera hér sem leikmaður og gefa af mér til yngri leikmanna. Ég er svo sannarlega klár í það verkefni. Ég er staðráðinn í að leggja mig 100% fram með FH," segir Veigar.

„Ég kem væntanlega með einhverjar nýjungar í sóknarleiknum og vonandi getur það skemmt áhorfendum."

„Ég fæ ákveðið hlutverk í liðinu og ég veit að þeir (þjálfararnir) hafa mikið álit á mér sem fótboltamanni. Við höfum rætt mitt hlutverk og ég verð ekki að spila 90 mínútur í hverjum leik, það á að nota mig rétt."

Stefnir á meistaraflokksþjálfun
Veigar er ekki bara að fara að spila með FH-ingum, hann fær starf í akademíu FH og segist spenntur fyrir því að fara í þjálfun.

„Þetta er nýtt fyrir mér en er krefjandi og ég hlakka til að byrja þar. Á endanum langar mér að verða þjálfari í Pepsi-deildinni eða eitthvað slíkt. Það er eitthvað sem ég vona að rætist í framtíðinni," segir Veigar.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner