Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 18. október 2017 16:25
Elvar Geir Magnússon
Andri Rúnar er með tilboð frá Skandinavíu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markakóngurinn Andri Rúnar Bjarnason er með tilboð frá félögum í Noregi og Svíþjóð en Vísir greindi frá þessu í dag.

Andri jafnaði markametið í Pepsi-deildinni í sumar með því að skora 19 mörk fyrir Grindavík. Fáir bjuggust við miklu frá Andra á tímabilinu en hann sprakk algjörlega út.

Andri er 27 ára og var valinn leikmaður ársins af Fótbolta.net.

„Ég vona, fyrir hans hönd, að hann fari erlendis. Hann hefur unnið vel fyrir því og þetta tækifæri kemur örugglega ekki aftur hjá honum. Ég vona að hann nýti það," sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur, við Fótbolta.net á dögunum.

„Ef að ég finn ekkert sem mér líst á úti þá tek ég að sjálfsögðu annað tímabil hér," sagði Andri í viðtali fyrr í þessum mánuði. Hann sagðist þó ekki endilega viss um að hann verði þá áfram í Grindavík. „Ég hef ekki hugsað út í það."

Grindavík endaði í fimmta sæti Pepsi-deildarinnar á liðnu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner