Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. október 2017 14:28
Elvar Geir Magnússon
Ástæða þess að Meistaradeildin var kölluð Framrúðubikarinn á RÚV
Mynd: RÚV
Í fréttum á RÚV í gær birtist skilti með úrslitunum úr leikjum Meistaradeildarinnar.

Það hefur vakið talsverða kátínu á samskiptamiðlum að Meistaradeildin bar nafnið „Framrúðubikarinn" á skiltinu.

Ástæðan fyrir því er sú að í kerfi RÚV er þessi gerð af úrslitaskilti sjálfkrafa merkt Framrúðubikarnum en vaktmaður á svo að endurskíra það eftir þeirri keppni sem úrslitin eru úr.

Það hefur greinilega gleymst í gær og því urðu þessi mistök sem flestir geta brosað af.

Framrúðubikarinn er tilvísun í bikarkeppni neðrideilda liða á Englandi. Guðjón Þórðarson stýrði Stoke til sigurs í keppnini um síðustu aldamót en þá hét keppnin Auto Windscreens Shield. Var heiti keppninnar þá íslenskað sem Framrúðubikarinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner