Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 18. október 2017 14:00
Elvar Geir Magnússon
Boateng: Heynckes kom með gleðina aftur
Jupp Heynckes.
Jupp Heynckes.
Mynd: Getty Images
Jerome Boateng, leikmaður Bayern München, segir að Jupp Heynckes hafi fært Bæjurum gleði á ný.

Hinn 72 ára Heynckes tók þjálfaramöppuna úr hillunni eftir að Carlo Ancelotti var rekinn.

„Það er hægt að sjá það á æfingum að leikmenn hafa gaman að vinnunni aftur," segir Boateng.

Boateng hefur verið að glíma við erfið meiðsli á þessu ári og þegar hann kom aftur til baka átti hann erfitt með að vinna sér inn sæti undir stjórn Ancelotti.

Nokkrir leikmenn Bayern höfðu kvartað í stjórnarformanninum Karl-Heinz Rummenigge þar sem þeim þótti æfingarnar undir Ancelotti vera of auðveldar.

Heynckes náði draumabyrjun en Bæjarar unnu 5-0 sigur gegn Freiburg síðasta laugardag.

Bayern dreymir um að vinna Meistaradeild Evrópu en liðið mætir Celtic í kvöld. Eftir tvo leiki í B-riðli er PSG með sex stig, Bayern og Celtic þrjú og Anderlecht á botninum án stiga.
Athugasemdir
banner
banner