Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 18. október 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Boateng var pirraður á Ancelotti - Íhugaði að fara
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Jerome Boateng íhugaði að yfirgefa þýska stórveldið Bayern München í sumar. Hann viðurkennir þetta í samtali við þýska tímaritið Kicker, en hann fékk ekki mikið að spila hjá Carlo Ancelotti.

Boateng var nokkuð meiddur á síðasta tímabili, en Ancelotti hafði hann einnig oft utan byrjunarliðsins þegar hann var heill.

Boateng segist hafa rætt við stjórnarmenn Bayern vegna þess.

„Ég ræddi við stjórnarmennina í sumar um það hvernig þeir litu á mig, ég sagði við þá að ég væri að hugsa um félagsskipti," sagði Boateng.

Ancelotti var á dögunum rekinn eftir að hafa tapað búningsklefanum, en í hans stað var gamli refurinn Jupp Heynckes ráðinn. Heynckes þekkir Bayern vel eftir að hafa stýrt liðinu þrisvar áður. Boateng er ánægður með ráðninguna á honum.

„Viðhorf hans er mjög jákvætt fyrir okkur sem lið. Það eru ekki margir stjórar sem eru jafn góðir og hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner