Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 18. október 2017 15:56
Elvar Geir Magnússon
Carragher: Þarf sóknarmann svo Gylfi blómstri
Gylfi í viðtali eftir landsleik.
Gylfi í viðtali eftir landsleik.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Stór hluti af ástæðunni fyrir erfiðri byrjun Gylfa hjá Everton er sú að félaginu mistókst að landa alvöru sóknarmanni í sumar. Þetta segir Jamie Carragher, sparkspekingur Sky Sports.

Everton hefur farið illa af stað á tímabilinu og Gylfi ekki náð að sýna sínar réttu hliðar.

„Gylfi var oft dæmdur á stoðsendingum sínum hjá Swansea. Það þarf að hafa einhvern til að klára sendingar. Everton á mjög fáa leikmenn sem geta klárað sendingarnar frá Gylfa," segir Carragher.

„Everton keypti marga leikmenn en ég tel þá ekki hafa bætt sig því Lukaku var svo mikilvægir hjá þeim. Öll lið sem eru ekki með gæðaleikmann í framlínunni lenda í erfiðleikum. Það þarf mann til að klára færin."

Everton reyndi að fá Olivier Giroud frá Arsenal en tókst ekki.

„Ég tel að Giroud sé einn vanmetnasti leikmaður úrvalsdeildarinnar. Hann skorar mörk og sýndi með Frakklandi á EM í fyrra hvað hann er góður leikmaður. Hann hefði verið frábær kaup fyrir Everton," segir Carragher.
Athugasemdir
banner
banner
banner