Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. október 2017 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
De Bruyne fékk ekki að tala við dómarann: Eitthvað lítið
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne hefur tjáð sig um athyglisvert atvik sem átti sér stað þegar Manchester City og Napoli áttust við í Meistaradeildinni í gær.

De Bruyne vildi fá að ræða við dómarann eftir að flautað var til hálfleiks, en liðsfélagar hans, Fernandinho og David Silva, komu í veg fyrir að hann kæmist að dómaranum.

Belginn var ekki sérlega sáttur með liðsfélaga sína og gargaði á þá fyrir framan myndavélarnar. „Leyfið mér að tala!" sagði hann.

De Bruyne ræddi við BT Sport um þetta eftir leikinn, en hann sagði ekkert alvarlegt við þetta.

„Við vorum bara að ræða saman, þetta var gleymt og grafið nokkrum mínútum síðar," sagði Belginn. „Ég ræði stundum svona við eiginkonu mína líka," sagði hann léttur.

„Stundum er þörf á þessu. Það er ekki allt jákvætt alltaf. En þetta
var eitthvað lítið. Ég vildi spyrja fjórða dómarann að einhverju, en ég fékk ekki tækifæri til þess."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner