mið 18. október 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ekki miklar líkur á því að Pearson snúi aftur til Leicester
Nigel Pearson.
Nigel Pearson.
Mynd: Getty Images
Nigel Pearson, fyrrum stjóri Leicester, kemur ekki til greina í að taka við liðinu aftur. Þetta herma heimildir Sky Sports.

Craig Shakespeare var rekinn sem stjóri Leicester í gær.

Pearson stýrði Leicester upp í ensku úrvalsdeildina, en var rekinn eftir eitt tímabil í úrvalsdeildinni. Eftir að hann var rekinn tók Claudio Ranieri við og Leicester vann ensku úrvalsdeildina.

Pearson þjálfar í dag OH Leuven í Belgíu, en það er lið sem er einnig í eigu tælenskra eigenda Leicester.

Þrátt fyrir að eiga í góðu sambandi við eigendur Leicester kemur Pearson ekki til greina sem næsti stjóri Leicester.

Chris Coleman, landsliðsþjálfari Wales, er líklegastur í starfið samkvæmt veðbönkum. Ryan Giggs, Sam Allardyce hafa einnig verið orðaðir við starfið og þá gæti Carlo Ancelotti óvænt endað í Leicester.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner