Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. október 2017 09:11
Elvar Geir Magnússon
Gary Martin yfirgefur Lokeren - Kemur hann aftur til Íslands?
Gary Martin (til hægri) og Arnar Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari Lokeren.
Gary Martin (til hægri) og Arnar Þór Viðarsson, aðstoðarþjálfari Lokeren.
Mynd: Kristján Bernburg
Enski sóknarleikmaðurinn Gary Martin hefur komist að samkomulagi við Lokeren um að samningi sínum verði rift.

„Þakka Lokeren fyrir minn tíma í Belgíu. Öll skipti ganga ekki upp, einn slæmur kafli þýðir ekki að bókinni sé lokið," segir hann í færslu á Twitter.

Gary Martin er 27 ára og er fyrrum leikmaður ÍA, KR og Víkings R.

Hann gekk í raðir Lokeren í janúar á þessu ári en náði ekki að festa sig í sessi hjá liðinu og hefur verið úti í kuldanum á þessu tímabili.

Rúnar Kristinsson fékk hann til Lokeren en það var þriðja félagið sem hann fékk Englendinginn í. Áður hafði Rúnar sótt Gary Martin til KR og Lilleström.

Spurning er hvort Gary snúi aftur í íslensku deildina og þar kemur KR fyrst upp í hugann enda Rúnar orðinn þjálfari liðsins á nýjan leik.

Þegar Rúnar tók við KR var hann spurður að því hvort Martin myndi fylgja honum.

„Ég á síður von á því. Gary er góður leikmaður sem ég vildi gjarnan hafa í KR en ég sé ekki í fljótu bragði að hann sé á leið hingað," sagði Rúnar í upphafi mánaðarins en nú hafa forsendur breyst.
Athugasemdir
banner
banner