Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 18. október 2017 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnleifur skýtur á Árna Snæ - „Nettur Aaron Lennon"
Árni Snær Ólafsson.
Árni Snær Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Árni Snær Ólafsson skrifaði í kvöld undir nýjan tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt, ÍA

Árni ætlar að taka slaginn með Skagamönnum í Inkasso-deildinni.

„Það er gríðarlegur metnaður í gangi hjá ÍA og spennandi verkefni framundan við að koma liðinu aftur í röð þeirra bestu. Ég vil svo sannarlega taka þátt í þeirri áskorun og þar skiptir miklu máli að ég er einfaldlega með svo stór Skagahjarta. Ég hlakka líka til að starfa með nýjum þjálfurum liðsins þeim Jóa Kalla og Sigga Jóns, þar er öflugt teymi á ferðinni," sagði Árni Snær á heimasíðu ÍA.

Með fréttatilkynningu ÍA fylgdi mynd sem var tekin við undirskrift. Þar eru allir í góðu skapi og skælbrosandi nema Árni.

Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, sá leik á borði og grínaðist aðeins í Árna. Hann líkti honum við Aaron Lennon, sem var ekki hinn ánægðasti þegar hann gekk í raðir Everton á sínum tíma.

Hér að neðan má sjá tíst sem Gunnleifur sendi frá sér, en Árni svaraði honum. Svar Árna er líka hér að neðan.





Athugasemdir
banner
banner