mið 18. október 2017 18:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvetur Koeman til að taka Gylfa út og byrja með Rooney einan
Gylfi hefur ekki fengið draumabyrjun hjá Everton.
Gylfi hefur ekki fengið draumabyrjun hjá Everton.
Mynd: Getty Images
Alan Stubbs, fyrrum leikmaður Everton, hvetur knattspyrnustjórann Ronald Koeman til að byrja með annað hvort Gylfa Sigurðsson eða Wayne Rooney á vellinum, ekki þá báða saman.

Everton hefur farið illa af stað á tímabilinu og Gylfi hefur ekki náð að sýna sínar réttu hliðar.

Koeman hefur nokkuð verið að nota Gylfa og Rooney saman inn á vellinum, en það hefur ekki verið að virka.

„Hann þarf ekki endilega að breyta leikkerfinu, hann þarf að finna réttu leikmennina í leikkerfið," sagði Stubbs við Daily Star.

„Hann er með marga svipaða leikmenn framarlega á vellinum," sagði Stubbs, en hann vill sjá Koeman taka stóra ákvörðun.

„Hann þarf að taka stóra ákvörðun, hann þarf að byrja með annað hvort Sigurðsson eða Rooney, ekki þá báða. Hann (Koeman) fær borgað til að taka stórar ákvarðanir."

Stubbs var síðan spurður út í það frekar, hvort Koeman ætti frekar að treysta á Gylfa eða Rooney.

„Rooney er að spila betur í augnablikinu, hann skorar meira. Sigurðsson er góður leikmaður, en hann hefur ekki verið að spila vel. Það tekur tíma að aðlagast."

Sjá einnig:
Carragher: Þarf sóknarmann svo Gylfi blómstri
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner