Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 18. október 2017 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Koeman: Er með fullan stuðning - Kannski er krísa
Mynd: Getty Images
Hann var áhugaverður, blaðamannafundurinn, hjá Ronald Koeman, knattspyrnustjóra Everton í dag.

Blaðamannafundurinn var haldinn þar sem Everton er að fara að spila gegn Lyon í Evrópudeildinni á morgun.

Tímabilið hefur ekki farið vel af stað hjá Everton og það er komin pressa á Koeman. Á fundinum var Koeman spurður út í Craig Shakespeare sem var rekinn frá Leicester í gær og hvort það væri farið að styttast í krísu hjá Everton.

„Kannski er krísa hjá Everton," sagði Koeman.

„Auðvitað erum við vonsviknir með að vinna ekki leikina fyrir stuðningsmennina. Ef við getum stjórnað leikjum eins og við gerðum gegn Brighton (um síðustu helgi) þá er ég viss um að við munum komast á beinu brautina á endanum."

Eigandi og stjórnarformaður Everton kíktu á æfingasvæði félagsins á dögunum og ræddu við Koeman.

„Við töluðum um fótbolta. Þeir standa með liðinu og mér," sagði Koeman sem er enn með fullan stuðning.

„Já, ég er með fullan stuðning frá stjórninni."

Everton leikur gegn Lyon á morgun og hefst leikurinn 19:05. Hann er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner