Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. október 2017 12:39
Elvar Geir Magnússon
Leik danska kvennalandsliðsins aflýst vegna verkfalls
Kjaradeilurnar halda áfram.
Kjaradeilurnar halda áfram.
Mynd: Getty Images
Búið er að aflýsa leik Danmerkur og Svíþjóðar í undankeppni HM kvenna sem fram átti að fara á föstudag. Ástæðan er sú að leikmenn danska liðsins eru í verkfalli og hafa ekki mætt á æfingar.

Liðið á í kjaradeilu við danska knattspyrnusambandið og hafa fundir ekki skilað árangri. Leikmenn vilja til að mynda fá jafn háar bónusgreiðslur og leikmenn karlalandsliðsins fá.

Danmörk hafnaði í öðru sæti á EM í fyrra en liðið lék ekki vináttulandsleik gegn Hollandi í síðasta mánuði vegna kjarabaráttunnar.

Liðið á að mæta Króatíu á þriðjudaginn í öðrum leik í undankeppni HM næsta þriðjudag.

Kjaradeilurnar hafa staðið yfir í tíu mánuði en danska blaðið BT segir að FIFA gæti refsað danska liðinu fyrir að spila ekki leikinn á föstudag. Hætta sé á að danska liðinu verði vísað úr undankeppninni og meinað að taka þátt í næstu stórmótum.
Athugasemdir
banner
banner
banner