Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 18. október 2017 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lineker: Benzema er ofmetinn
Mynd: Getty Images
Sjónvarpsmaðurinn og einn helsti sérfræðingur Bretlands þegar kemur að knattspyrnu, Gary Lineker, segir að Karim Benzema, sóknarmaður Real Madrid, sé „ofmetinn".

Benzema tókst ekki að skora gegn Tottenham í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Þetta var sjötti leikurinn af átta á þessu tímabili þar sem honum tekst ekki að koma knettinum í netið.

Harry Kane átti stóran þátt í marki Tottenham í leiknum, en stuðningsmenn Real kölluðu eftir því á samfélagsmiðlum í gær að Madrídarliðið myndi kaupa Kane til að taka stöðu Benzema.

Lineker er mjög virkur á Twitter og í gær birti hann tíst þar sem hann skaut aðeins á Benzema.

„Er það bara ég eða er Benzema ofmetinn," skrifaði Lineker. „Mark í öðrum hverjum leik með liði eins og Real Madrid er ekki sérstakt. Það er allt í lagi, ekki frábært."

Hér að neðan er tíst Lineker.



Athugasemdir
banner
banner
banner