Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 18. október 2017 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marcelo sakaður um skattsvik
Mynd: Getty Images
Saksóknarar á Spáni hafa sakað brasilíska bakvörðinn Marcelo, sem leikur með Real Madrid, um skattsvik.

Sagt er að Marcelo hafi svikið í kringum hálfri milljón evra, um 62 milljónum íslenska króna, undan skatti.

Marcelo er ekki eini leikmaðurinn á Spáni sem hefur verið sakaður um skattsvik að undanförnu.

Á síðasta ári voru Lionel Messi og faðir hans dæmdir í skilorðsbundið fangelsi, en þeir voru sakaðir um að hafa svikið 4,1 milljón evra undan skatti. Feðgarnir földu peninga sem Messi hafði fengið í auglýsingatekjur í skattaskjólum í Belís og Úrúgvæ.

Cristiano Ronaldo, Ricardo Carvalho, Angel Di Maria, Javier Mascherano, Falcao og Fabio Coentrao hafa einnig verið rannsakaðir af spænskum yfirvöldum að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner