mið 18. október 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Marcos Alonso: Chelsea má ekki tapa aftur
Marcos Alonso.
Marcos Alonso.
Mynd: Getty Images
Bakvörðurinn Marcos Alonso segir að Chelsea hafi einfaldlega ekki efni á því að tapa fleiri leikjum í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili ef þeir ætla sér að verja Englandsmeistaratitilinn.

Chelsea tapaði 2-1 gegn Crystal Palace um síðustu helgi. Fyrir leikinn hafði Crystal Palace tapað öllum sínum leikjum og ekki skorað mark.

Þetta var annað tap Chelsea í röð í ensku úrvalsdeildinni og liðið er núna níu stigum á eftir toppliði Manchester City eftir átta leiki.

Chelsea vann 13 leiki í röð í fyrra eftir frekar slappa byrjun, en Alonso telur að liðið þurfi að gera enn betur núna.

„Við erum búnir að tapa stigum nú þegar. Við getum ekki tapað fleiri leikjum," sagði Marcos Alonso.

„Það verður augljóslega mjög erfitt, en við verðum bara að taka einn leik í einu og sjá hvað verður úr því."

Chelsea mætir Roma í Meistaradeildinni í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner