mið 18. október 2017 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matic segir að Mourinho hafi lagt upp með að reyna á Svilar
Matic ræðir við Svilar eftir leikinn.
Matic ræðir við Svilar eftir leikinn.
Mynd: Getty Images
„Við spiluðum vel í seinni hálfleiknum, við spiluðum nægilega vel til að verðskulda þrjú stig," sagði Nemanja Matic, miðjumaður Manchester United eftir 1-0 sigur á Benfica í kvöld.

Mark Manchester United í leiknum skoraði Marcus Rashford beint úr aukaspyrnu. Rashford tók aukaspyrnu utan af velli og ætlaði að senda hann fyrir, en „fyrirgjöf" hans rataði í netið.

Matic segir að Jose Mourinho, stjóri United, hafi lagt upp með það að láta reyna á markvöðinn unga, Mile Svilar.

„Stjórinn sagði okkur að reyna að skjóta og ná inn fyrirgjöfum þar sem markvörður þeirra væri ungur og væri að spila sinn fyrsta leik. Þetta er fótbolti, ég veit að hann er frábær markvörður."

„Við notuðum reynslu okkar. Við náðum ekki að skora annað mark, en við gerðum engin mistök í vörninni."

Matic er fyrrum leikmaður Benfica, en hann mætti í viðtal eftir leikinn ásamt öðrum fyrrum leikmanni Benfica, Victor Lindelöf.

„Benfica er gott lið og þeir vörðust vel. Mér leið vel, ég ég er ánægður með sigurinn," sagði Lindelöf.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner