Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. október 2017 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Matic um Benfica: Sérstakt félag sem ég elska
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Nemanja Matic hefur verið gríðarlega öflugur með Manchester United í upphafi tímabils.

Í kvöld mætir mætir hann á sinn gamla heimavöll, Estádio do Sport Lisboa heimavöll Benfica í Portúgal.

Matic fór á sínum tíma frá Chelsea til Benfica. Hjá Benfica bætti hann sig mikið og breyttist mikið. Hann fór úr því að vera leikstjórnandi í það að vera afturliggjandi miðjumaður.

Hann var síðan keyptur aftur til Chelsea og fyrir þetta tímabil nældi Manchester United í hann.

„Á fyrsta degi mínum hjá Benfica sagði þjálfarinn við mig að ég myndi spila sem sexa, sem afturliggjandi miðjumaður," sagði Matic við heimasíðu Manchester United. „Það var skrýtið í byrjun, en þjálfarinn (Jorge Jesus) kenndi mér vel."

„Eftir alla erfiðisvinnuna er ég svo kominn til Manchester United, þannig að ég hef gert eitthvað rétt."

Matic elskar Benfica.

„Þetta er sérstakt félag sem ég elska. Ég lærði mikið um fótbolta hjá Benfica," sagði Matic.

„Ég mun styðja Benfica allt mitt líf og félagið mun eiga sérstakan stað í hjarta mínu, en ég vona að við getum tekið stig af þeim í Meistaradeildinni," sagði hann að lokum.

Leikir dagsins:
A-riðill
18:45 CSKA Moskva - Basel
18:45 Benfica - Manchester United (Stöð 2 Sport 2)

B-riðill
18:45 Anderlecht - PSG (Stöð 2 Sport 6)
18:45 Bayern - Celtic (Stöð 2 Sport 5)

C-riðill
16:00 Qarabag - Atletico Madrid
18:45 Chelsea - Roma (Stöð 2 Sport 3)

D-riðill
18:45 Juventus - Sporting Lissabon
18:45 Barcelona - Olympiakos
Athugasemdir
banner