Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. október 2017 17:56
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin: Atletico í stórhættu að sitja eftir
Griezmann og félagar náðu ekki að skora.
Griezmann og félagar náðu ekki að skora.
Mynd: Getty Images
Qarabag 0 - 0 Atletico Madrid
Rautt spjald: Dino Ndlovu, Qarabag ('75)

Atletico Madrid tókst ekki að skora í Aserbaídsjan en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Qarabag í leik sem var að ljúka í C-riðli Meistaradeildarinnar.

Qarabag missti mann af velli með rautt spjald þegar stundarfjórðungur var eftir. Dino Ndlovu fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir dýfu. Atletico tókst ekki að nýta sér liðsmuninn. Spænska liðið sótti mun meira en það telur ekki.

Úrslitin eru mikil vonbrigði fyrir Atletico Madrid sem er í stórhættu á að komast ekki upp úr riðlinum. Liðið er með tvö stig eftir þrjár umferðir en Qarabag er í neðsta sætinu með eitt stig.

Roma er í öðru sæti með fjögur stig og Chelsea er með sex en þessi lið eiga leik til góða, mætast í kvöld 18:45.



Athugasemdir
banner
banner
banner